LJÓSMYNDAFERÐIR OG KENNSLA

Hefur þú ánægju af að skreppa út í náttúruna til að taka myndir en ert óörugg/ur um hvernig best sé að stilla myndavélina eða að finna bestu sjónarhornin?
Þá er þetta námskeið fyrir þig! Ég býð upp á einstaklingsmiðaðar ljósmyndaferðir á fallega staði og leiðbeiningar og kennslu á staðnum.
Farið er yfir allt það helsta varðandi stillingar á myndavélinni þinni, svo sem ljósop, hraða, ISO, WB, notkun á filterum, val á linsum, notkun á þrífót, myndbyggingu og margt fleira.

Ferðirnar eru dagsferðir með litla hópa, 3-4 einstaklinga í hvert sinn. Einstaklingsmiðuð kennsla, fallegir ljósmyndastaðir og akstur í breyttum jeppa.
Hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Miðað er við að þátttakendur komi með dslr eða spegillausar myndavélar með skiptanlegum linsum og þrífót.

Athugaðu möguleika sem þitt stéttarfélag býður upp á til að niðurgreiða þátttöku í námskeiðum.
Lágmarks fjöldi þátttakenda er 3.

| Verð frá kr. 24.900 á mann | Gjafabréf í boði |

Nánari upplýsingar og skráning:
Páll Jökull, sími 824-0059
eða email: pall (at) palljokull (punktur) com

Vinsamlega hafið samband, takk.Til baka